Voluntary Product
Correction Program

Voluntary Product
Correction Program

PIEPS kynnir vöruleiðréttingaráætlun sínatil að auka öryggiDSP-snjóflóðaýla.

PIEPS hefur framkvæmt ítarlegar greiningar á öryggi og virkni varanna sem um ræðir, þar með taldar prófanir innan fyrirtækisins og hjá þriðju aðilum. Niðurstöðurnar gefa til kynna að vörurnar samræmist alþjóðlegum stöðlum, að hönnun þeirra sé rétt og að virkni sé eins og til er ætlast.

Samt sem áður hefur PIEPS nýlega þróað burðarkerfi með hörðu boxi sem ætlað er til notkunar með DSP PRO, DSP PRO ICE og DSP SPORT vörunum og virkar þannig að eingöngu er hægt að nota ýlana þegar þeir hafa verið stilltir og læstir í stöðunni „send“ (senda).

Vöruleiðréttingaráætlun fyrir DSP-snjóflóðaýla

PIEPS kynnir vöruleiðréttingaráætlun að eigin frumkvæði til að auka öryggi læsingar- og rofabúnaðar DSP-snjóflóðaýla sinna. Leiðréttingin felur í sér hönnun nýs burðarkerfis með hörðu boxi sem tryggir að DSP PRO, DSP PRO ICE og DSP SPORT snjóflóðaýlarnir eru stilltir á sendingarstillingu fyrir notkun og haldast læstir í sendingarstillingunni meðan á notkun stendur. Nýja burðarkerfið með hörðu boxi kemur í staðinn fyrir burðarkerfið úr gervigúmmíi sem fylgdi með DSP-snjóflóðaýlunum, en þeim ætti að farga. DSP-vörurnar sem um ræðir voru framleiddar á árunum 2013 til 2020.

PIEPS hefur borist fyrirspurnir um DSP PRO, DSP PRO ICE og DSP SPORT snjóflóðaýlana. Allar þessar gerðir eru með sama læsingar- og rofabúnaðinn til að stilla ýlinn á stillinguna „send“ (senda). Við teljum að þessar fyrirspurnir séu til komnar vegna tveggja snjóflóðaslysa sem urðu árið 2017 og vorið 2020. Í kjölfar þessara slysa komu upp ásakanir um að öryggi læsingar-/rofabúnaðar DSP PRO/SPORT ýlanna væri ábótavant og að búnaðurinn hefði bilað í snjóflóðunum. Hins vegar hafa prófanir sýnt fram á að læsingar-/rofabúnaður DSP PRO, DSP PRO ICE og DSP SPORT ýlanna uppfyllir alla viðeigandi öryggisstaðla.

We apologize for the inconvenience and thank you for your patience.

Markus EckManaging Director PIEPS and UIAGM certified Mountain Guide

PIEPS leggur mikla áherslu á vöruöryggi og öryggi notenda og viðheldur framúrskarandi nákvæmni í öllum útivistarvörum sínum.

PIEPS leggur mikla áherslu á vöruöryggi og öryggi notenda og viðheldur framúrskarandi nákvæmni í öllum útivistarvörum sínum.
Traust neytenda í garð varanna okkar er okkur efst í huga og því hefur rannsóknar- og þróunarteymi PIEPS hannað nýtt burðarkerfi með hörðu boxi fyrir alla DSP-ýla, sem kemur í stað burðarkerfisins úr gervigúmmíi sem fylgt hefur með DSP-ýlunum. Hönnun nýja burðarkerfisins veitir aukaöryggi sem tryggir að ýlarnir læsist í sendingarstöðu þegar þeir eru í notkun og haldist tryggilega í sendingarstöðu við notkun. Við teljum að burðarkerfið með hörðu boxi sé byltingarkennd nýjung sem hjálpi til við að tryggja öryggi og afköst DSP-ýlanna fyrir alla notendur.
Notendur skulu tafarlaust hætta að nota DSP-ýlanna og hafa samband við PIEPS til að fá nýja burðarkerfið með hörðu boxi. Aðeins má nota DSP-ýlana með nýja burðarkerfinu.
Þessi vöruleiðréttingaráætlun á aðeins við um DSP PRO, DSP PRO ICE og DSP SPORT snjóflóðaýla frá PIEPS. Leiðbeiningar um hvernig á að finna viðkomandi vöru má nálgast hér. 

Vöruleiðréttingaráætlunin hefur ekki áhrif á neina aðra snjóflóðaýla eða vörur úr vörulínu PIEPS.
PIEPS hvetur alla notendur snjóflóðaöryggisbúnaðar frá PIEPS til að fara nákvæmlega eftir vöruleiðbeiningunum, þar með talið að kanna vandlega öryggi og virkni búnaðarins fyrir hverja notkun.

Ef frekari spurningar vakna skal hafa beint samband við okkur eða skoða hlutann „Algengar spurningar“.

Ókeypis vöruskipti

Við höfum unnið að lausn til að auka öryggi varanna okkar umfram það sem staðlar gera kröfur um.

Vinsamlegast fylltu út eyðublaðið hér á eftir til að hefja vöruskiptaferlið. Við sendum frekari leiðbeiningar með svari í tölvupósti.

Með því að gefa upp samskipta- og sendingarupplýsingar getur þú flýtt fyrir vinnslunni og gert okkur kleift að senda þér nýjustu stöðuupplýsingar á meðan vöruskiptaferlið stendur yfir.

Vegna hráefnaskorts og sendingartafa af völdum heimsfaraldurs COVID-19 gæti afhendingartími nýja burðarkerfisins dregist lengur en búist er við. Við gerum okkar besta til að vinna úr öllum fyrirspurnum eins fljótt og hægt er.

Tekur gildi 3. mars í Evrópu, á Kyrrahafs- og Asíusvæðinu og í Rómönsku Ameríku – í Norður-Ameríku munum við bregðast við í samræmi við viðbrögð bandarískra stjórnvalda svo fljótt sem auðið er.

Vegna aukins fjölda beiðna er afgreiðslutími 10-15 virkir dagar.

Vöruskipti innan Evrópu

Fyrir viðskiptavini

* áskilinn reitur
  Hlaða upp mynd. Skráargerðir: gif, png, jpg, jpeg. Hámarksstærð skráar 2 mb.

  Með því að nota þetta eyðublað samþykkir þú að þetta vefsvæði varðveiti og meðhöndli gögnin þín.*

  Fyrir söluaðila

  * áskilinn reitur

   Með því að nota þetta eyðublað samþykkir þú að þetta vefsvæði varðveiti og meðhöndli gögnin þín.*

   Vöruupplýsingar

   Vöruleiðréttingaráætlunin á við um DSP PRO, DSP PRO ICE og DSP SPORT snjóflóðaýla frá PIEPS.

   Vöruleiðréttingaráætlunin á við um DSP PRO, DSP PRO ICE og DSP SPORT frá PIEPS.

   Við óskum eftir að öllum burðarkerfum úr gervigúmmíi fyrir eftirfarandi vörur verði skipt út fyrir nýja kerfið með hörðu boxi.

   Heiti snjóflóðaýlisins er prentað á framhlið hans. Einnig er hægt að auðkenna vöruna út frá lit ýlisins.

   PIEPS DSP SPORT

   græn framhlið / gul bakhlið / gulur sleði
   Burðarkerfi úr gervigúmmíi með PIEPS-vörumerkinu í grænum lit fylgdi með þessari vöru.

   PIEPS DSP PRO

   grá framhlið / grá bakhlið / gulur sleði
   Burðarkerfi úr gervigúmmíi með PIEPS-vörumerkinu í gulum lit fylgdi með þessari vöru.

   PIEPS DSP PRO ICE

   glær framhlið / glær bakhlið / gulur sleði
   Burðarkerfi úr gervigúmmíi með PIEPS-vörumerkinu í gulum lit fylgdi með þessari vöru.

   Nýtt burðarkerfi með hörðu boxi

   Algengar spurningar

   Vöruleiðréttingaráætlunin hefur ekki áhrif á nein önnur burðarkerfi fyrir snjóflóðaýla eða vörur úr vörulínu PIEPS.

   Ef frekari spurningar vakna skal hafa beint samband við okkur eða skoða hlutann „Algengar spurningar“.

   Má ég halda áfram að nota DSP-ýlinn minn?

   Notendur skulu tafarlaust hætta að nota vörurnar sem um ræðir og hafa samband við PIEPS til að fá nýja burðarkerfið með hörðu boxi. Aðeins má nota viðkomandi vörur með nýja burðarkerfinu.

   Hvar finn ég raðnúmerið?

   Opnaðu rafhlöðuhólfið til að sjá 12 tölustafa raðnúmerið sem er á límmiða í hólfinu.

   Ég á DSP-snjóflóðaýli, hvað þarf ég að gera?

   Ef þú ert eigandi DSP PRO, DSP PRO ICE eða DSP SPORT vöru frá PIEPS biðjum við þig um að fylgja leiðbeiningunum fyrir vöruleiðréttingaráætlun okkar og taka þátt í henni hér:

   Ef þú hefur frekari spurningar skaltu hafa beint samband við okkur í gegnum þjónustuverið:

   Evrópa: support@pieps.com
   Bandaríkin/Kanada: dsp@pieps.com
   Nýja-Sjáland: service@southernapproach.co.nz
   Japan: ec@lostarrow.co.jp

   Hvernig veit ég af hvaða gerð DSP-ýlirinn minn er?

   Heiti snjóflóðaýlisins er prentað á framhlið hans. Einnig er hægt að auðkenna vöruna út frá lit ýlisins. (LINK Product)

   DSP SPORT: græn framhlið / gul bakhlið / gulur sleði. Burðarkerfi úr gervigúmmíi með PIEPS-vörumerkinu í grænum lit fylgdi með þessari vöru.

   DSP PRO: grá framhlið / grá bakhlið / gulur sleði. Burðarkerfi úr gervigúmmíi með PIEPS-vörumerkinu í gulum lit fylgdi með þessari vöru.

   DSP PRO ICE: gær framhlið / glær bakhlið / gulur sleði. Burðarkerfi úr gervigúmmíi með PIEPS-vörumerkinu í gulum lit fylgdi með þessari vöru.

   Þarf ég að greiða fyrir þessa þjónustu?

   Vöruleiðréttingaráætlunin sem við höfum innleitt að eigin frumkvæði fyrir DSP PRO, DSP PRO ICE og DSP SPORT vörurnar felur í sér að nýja burðarkerfið með hörðu boxi er ókeypis fyrir notendur.

   Hvernig á að sinna viðhaldi og prófa ýlinn?

   Prófaðu snjóflóðaöryggisbúnaðinn þinn og ýlinn fyrir hverja notkun. Athugaðu hvort eitthvað er í ólagi og gakktu úr skugga um að búnaðurinn virki eins og hann á að gera. Athugaðu rafhlöðuna (hvort hún leki og sé til staðar), kveiktu á ýlinum til að framkvæma rafprófun og sjálfsprófun.

   Ef þú hefur einhverjar áhyggjur af virkni vörunnar skaltu hafa samband við þjónustumiðstöð eða senda hana til PIEPS til viðhaldsskoðunar. Ekki nota öryggisbúnaðinn ef þú hefur einhverjar áhyggjur af virkni hans. Opna ÞJÓNUSTUSÍÐU PIEPS.

   Gakktu úr skugga um að niðurstaða sjálfsprófunarinnar sé „OK“ (í lagi) í hvert skipti sem þú kveikir á ýlinum og að sendingarstaðan sé tryggilega læst. Berðu vöruna á þér eins og ráðlagt er og gerðu ávallt hópprófun á ýlinum áður en haldið er af stað.

   Ætti ég að láta yfirfara PIEPS-ýlinn minn reglulega?

   Nauðsynlegt er að yfirfara alla snjóflóðaýla reglulega (tækjaprófun, prófun á vélbúnaði, rafhlöðuprófun) og fyrir hverja notkun.

   Ekki má nota snjóflóðaýli ef einhver merki eru um bilun.

   Ef þú ert í vafa um ástand ýlisins skaltu senda hann til viðhaldsskoðunar hjá PIEPS. Opna ÞJÓNUSTUSÍÐU PIEPS.

   PIEPS mælir með því að láta framleiðanda sinna viðhaldsskoðun eftir þriggja ára notkun

   • Fyrsta viðhaldsskoðun þremur árum eftir kaupdagsetningu
   • Önnur viðhaldsskoðun fimm árum eftir kaupdagsetningu
   • Árlega eftir það

   PIEPS mælir með því að allir notendur snjóflóðaöryggisbúnaðar athugi öryggisbúnaðinn sem hluta af reglulegri heildaryfirferð búnaðar fyrir hverja notkun.

   Tengiliður

   Pósttengiliður

   Evrópa: support@pieps.com
   Bandaríkin/Kanada: dsp@pieps.com
   Nýja-Sjáland: service@southernapproach.co.nz
   Japan: ec@lostarrow.co.jp

   Símatengiliður

   Evrópa: +43 3182 52556-0
   Gjaldfrjálst númer fyrir Bandaríkin/Kanada: 800-775-5552