PIEPS kynnir vöruleiðréttingaráætlun að eigin frumkvæði til að auka öryggi læsingar- og rofabúnaðar DSP-snjóflóðaýla sinna. Leiðréttingin felur í sér hönnun nýs burðarkerfis með hörðu boxi sem tryggir að DSP PRO, DSP PRO ICE og DSP SPORT snjóflóðaýlarnir eru stilltir á sendingarstillingu fyrir notkun og haldast læstir í sendingarstillingunni meðan á notkun stendur. Nýja burðarkerfið með hörðu boxi kemur í staðinn fyrir burðarkerfið úr gervigúmmíi sem fylgdi með DSP-snjóflóðaýlunum, en þeim ætti að farga. DSP-vörurnar sem um ræðir voru framleiddar á árunum 2013 til 2020.
PIEPS hefur borist fyrirspurnir um DSP PRO, DSP PRO ICE og DSP SPORT snjóflóðaýlana. Allar þessar gerðir eru með sama læsingar- og rofabúnaðinn til að stilla ýlinn á stillinguna „send“ (senda). Við teljum að þessar fyrirspurnir séu til komnar vegna tveggja snjóflóðaslysa sem urðu árið 2017 og vorið 2020. Í kjölfar þessara slysa komu upp ásakanir um að öryggi læsingar-/rofabúnaðar DSP PRO/SPORT ýlanna væri ábótavant og að búnaðurinn hefði bilað í snjóflóðunum. Hins vegar hafa prófanir sýnt fram á að læsingar-/rofabúnaður DSP PRO, DSP PRO ICE og DSP SPORT ýlanna uppfyllir alla viðeigandi öryggisstaðla.